• fim. 10. okt. 2013
  • Landslið

U19 karla - Frábær endurkoma hjá strákunum

UEFA EM U19 karla
U19_Landscape_Master_Dark_cmyk-01

Strákarnir í U19 náðu í frábært stig í fyrsta leik þeirra í undankeppni EM en leikstaðurinn er Belgía.  Frakkar voru mótherjar dagsins og lauk leiknum með jafntefli, 2 - 2, eftir að Frakkar höfðu leitt með tveimur mörkum í leikhléi.

Frakkar náðu undirtökunum í leiknum á þriggja mínútna kafla í fyrri hálfleik en þá skoruðu þeir 2 mörk, á 22. og 24. mínútu.  Þannig var staðan í leikhléi en síðari hálfleikurinn var í eigu Íslendinga.  Þeir sóttu mun meira en mörkin létu standa á sér.  Það var svo á 83. mínútu sem Kristján Flóki Finnbogason minnkaði muninn og hann var aftur á ferðinni, fjórum mínútum síðar, þegar brotið var á honum innan vítateigs og vítaspyrna dæmd.  Úr henni skoraði Oliver Sigurjónsson og frábær endurkoma strákanna staðreynd.

Heimamenn í Belgíu og Norður Írar leika síðar í dag en Íslendinga mæta einmitt Belgum í næsta leik sínum sem fram fer á laugardaginn.  Tvö efstu liðin komast áfram í milliriðla og allt því opið ennþá.