• mið. 30. okt. 2013
  • Landslið

90 leikmenn á úrtaksæfingum U17 og U19 karla um helgina

Fótbolti
Bolti

Alls hafa 90 leikmenn frá félögum víðs vegar um landið verið boðaðir á úrtaksæfingar fyrir U17 og U19 landslið karla um komandi helgi.  Æfingarnar fara fram í Kórnum í Kópavogi og Egilshöll í Reykjavík.  Um tvo æfingahópa er að ræða hjá U17 karla - leikmenn fædda 1997 annars vegar og 1998 hins vegar.

Æfingarnar fara fram undir stjórn þjálfara liðanna - Þorlákur Már Árnason er þjálfari U17 karla og Kristinn Rúnar Jónsson þjálfar U19 karla.

Leikmenn koma víða að - KSÍ greiðir flug fyrir þá sem þurfa

Eins og fyrr segir koma leikmennirnir 90 frá frélögum víðs vegar um landið og sem fyrr greiðir KSÍ ferðakostnað leikmanna sem þurfa flug til að komast á æfingarnar.  Leikmennirnir 90 koma frá Reykjavík, Kópavogi, Seltjarnarnesi, Hafnarfirði, Garðabæ, Mosfellsbæ, Akranesi, Selfossi, Vestmannaeyjum, Hornafirði, Húsavík, Ísafirði, Bolungarvík, Grindavík, Reykjanesbæ, Eskifirði, Akureyri, Fáskrúðsfirði og Þorlákshöfn.