• mið. 30. okt. 2013
  • Landslið

Miðasala á Króatía - Ísland í umspili fyrir HM 2014

Aron Einar Gunnarsson

Króatía og Ísland mætast í umspili um sæti í lokakeppni HM 2014 í nóvember, eins og knattspyrnuáhugafólki er kunnugt um.  Seinni leikurinn fer fram á Maksimir-leikvanginum í Zagreb kl. 20:15 að staðartíma.

KSÍ hefur fengið miða hjá króatíska knattspyrnusambandinu fyrir íslenska áhorfendur og kostar miðinn 5.500 krónur.  Panta þarf miða í síðasta lagi miðvikudaginn 6. nóvember.  Greiðsla þarf að berast sama dag.  Sendið tölvupóst á Ragnheiði Elíasdóttur (ragnheidur@ksi.is) með eftirfarandi upplýsingum:

  • Nafn (á greiðanda)
  • Kennitala
  • Heimilisfang (ef senda á miðana: Express ábyrgðarsending kostar 1.745 krónur)
  • Fjöldi miða

Hægt er að hringja inn kreditkortaupplýsingar (510-2905).

Miðar eru afhentir/sendir eftir 6. nóvember.  Afhending á skrifstofu KSÍ, sem er opin alla virka daga milli kl. 08:00-16:00.

Gagnlegar yfirlitsmyndir hér að neðan.  Hólf íslenskra stuðningsmanna er í vesturstúku (rautt svæði) og er nr. 10.