• mið. 05. feb. 2014
  • Fræðsla
  • Hæfileikamótun

Hæfileikamótun KSÍ að hefjast

Knattspyrnuhúsið Báran Hornafirði
Baran-Hornafirdi

Þessa dagana er Hæfileikamótun KSÍ að fara af stað og er það Þorlákur Árnason sem fer fyrir verkefninu.  Fyrsti staðurinn sem Þorlákur heimsækir er Hornafjörður en fyrirhuguð dagskrá í febrúar er svohljóðandi:

  • 6. og 7. febrúar        Hornafjörður
  • 11. og 12. febrúar    Vestmannaeyjar
  • 19. febrúar               Keflavík (æfingar fyrir Suðurnes)
  • 21. febrúar               Hveragerði (æfingar fyrir Suðurland)
  • 25. febrúar               Akranes (æfingar fyrir Vesturland)

Í mars og apríl verða síðan æfingar fyrir Norður-og Austurland, á Ísafirði og á höfuðborgarsvæðinu.

Æfingarnar eru fyrir bæði stelpur og stráka á aldrinum 13 - 15 ára.

Helstu markmið hæfileikamótunar KSÍ eru að;

  • Fjölga þeim leikmönnum sem fylgst er með.
  • Fylgjast með yngri leikmönnum en áður og undirbúa þá fyrir hefðbundnar landsliðsæfingar.
  • Koma á móts við minni staði á landsbyggðinni og mæta þeirra þörfum.
  • Koma á móts leikmenn stærri félaga á höfuðborgarsvæðinu sem að öllu jöfnu væru ekki valdir á landsliðsæfingar.
  • Bæta samskipti við aðildarfélögin og kynna fyrir þeim stefnu KSÍ í landsliðsmálum.
  • Undirbúa leikmenn enn betur til þess að mæta á landsliðsæfingar seinna með fræðslu.

Nánari upplýsingar veitir Þorlákur Árnason, thorlakur@ksi.is