• mán. 24. feb. 2014
  • Landslið

Algarve-hópurinn 2014 tilkynntur - Viðtal við Frey

BLM-fundur-Freyr-Alexandersson

Freyr Alexandersson, þjálfari A landsliðs kvenna, hefur tilkynnt leikmannahópinn fyrir Algarve-bikarinn 2014.  Um 23 manna hóp er að ræða og eru 9 leikmenn á mála hjá erlendum félagsliðum.  Mótið hefst 5. mars og er fyrsti leikur Íslands gegn stórliði Þýskalands.  Næst er leikið gegn Noregi tveimur dögum síðar og síðasti leikur riðlakeppninnar verður gegn Kína þann 10. mars.  Allir leikir um sæti fara fram 12. mars.

Landsliðshópur Íslands

Nafn Félag FD Leikir Mörk Leikstaða
Þóra Björg Helgadóttir Ldb Malmö 050581 99 - Markvörður
Guðbjörg Gunnarsdóttir Potsdam 180585 28 - Markvörður
Sandra Sigurðardóttir Stjarnan 021086 6 - Markvörður
Ólína G. Viðarsdóttir Valur 161182 64 2 Varnarmaður
Glódís Perla Viggósdóttir Stjarnan 270695 14 - Varnarmaður
Mist Edvardsdóttir Valur 171090 10 - Varnarmaður
Elísa Viðarsdóttir Kristanstads DFF 260591 8 - Varnarmaður
Anna María Baldursdóttir Stjarnan 280894 3 - Varnarmaður
Anna Björk Kristjánsdóttir Stjarnan 141089 1 - Varnarmaður
Soffía A. Gunnarsdóttir Jitex 221087 - - Varnarmaður
Dóra María Lárusdóttir Valur 240785 96 15 Miðjumaður
Sara Björk Gunnarsdóttir Ldb Malmö 290990 66 14 Miðjumaður
Katrín Ómarsdóttir Liverpool LFC 270687 57 10 Miðjumaður
Rakel Hönnudóttir Breiðablik 301288 55 3 Miðjumaður
Hallbera Guðný Gísladóttir Torres 140986 46 1 Miðjumaður
Dagný Brynjarsdóttir Selfoss 100891 36 4 Miðjumaður
Þórunn Helga Jónsdóttir Avaldsnes 171284 9 - Miðjumaður
Katrín  Ásbjörnsdóttir Þór 111292 1 - Miðjumaður
Ásgerður S. Baldursdóttir Stjarnan 051087 - - Miðjumaður
Fanndís Friðriksdóttir Arna-Björnar 090590 43 2 Framherji
Harpa Þorsteinsdóttir Stjarnan 270686 34 1 Framherji
Elín Metta Jensen Valur 010395 5 - Framherji
Guðmunda Brynja Óladóttir Selfoss 030194 1 - Framherji

Algarve-bikarinn 2014

Keppnin um Algarve-bikarinn verður nú haldin í 21. sinn, en fyrsta keppnin fór fram árið 1994.  Í þessu móti leika jafnan flest af sterkustu landsliðum heims.  Í fyrstu keppninni tóku 6 lið þátt, en síðustu ár hafa þátttökuliðin verið 12 talsins.  Svo er einnig í ár og er liðunum skipt í þrjá fjögurra liða riðla. 

Að lokinni riðlakeppni er leikið um öll sæti í mótinu eftir fyrirfram ákveðinni formúlu, en aðeins liðin í riðlum A og B geta unnið mótið, enda er sterkustu liðunum raðað í þá riðla.  Sigurvegarar A og B riðla mætast þannig í úrslitaleik um sigur í mótinu.  

Um Algarve-bikarinn og íslenska landsliðið 

Smelltu hérna til að horfa á viðtal við Frey um valið á landsliðinu.