• mið. 21. maí 2014
  • Fræðsla

Prúðmennskuverðlaun KSÍ og Borgunar fyrir opin mót 2014

Ldv_2011_Atburdir-145
Ldv_2011_Atburdir-145

Minnt er á að þau félög sem halda opin mót í sumar fyrir yngri flokka geta pantað prúðmennskuverðlaun hjá KSÍ.

Hægt er að fá verðlaunaskjöld fyrir hvern aldursflokk sem er merktur KSÍ og Borgun - "Knattspyrna - leikur án fordóma".

Pöntun skal send með tölvupósti á klara@ksi.is.

Fram þarf að koma:

  1. Nafn móts
  2. Flokkur
  3. Afhendingardagur
  4. Nafn tengiliðs og símanúmer

KSÍ sér um að panta verðlaunin sem viðkomandi félag sækir síðan í Ísspor, Síðumúla 17.