• fim. 03. júl. 2014
  • Fræðsla

Bikarúrslitaráðstefna laugardaginn 16. ágúst 2014

Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands - KÞÍ
kthi_logo_new
Í tengslum við úrslitaleikinn í Borgunarbikarkeppni karla mun Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands í samstarfi við Knattspyrnusamband Íslands standa fyrir ráðstefnu.  Úrslitaleikur Borgunarbikarkeppni karla fer fram laugardaginn 16. ágúst kl. 16:00.  Ráðstefnan hefst kl. 9:00 og er öllum opin en hún fer fram í Laugardalnum.  Þátttökugjald er 3.500 krónur fyrir félagsmenn KÞÍ en 5.000 krónur fyrir aðra.  Miði á úrslitaleikinn og hádegisverður er innifalinn í verðinu. Skráning er hafin með tölvupósti á netfangið kthi@kthi.is eða dagur@ksi.is  -  taka þarf fram nafn og kennitölu.  Greiðsla fer fram við innganginn.

Aðalfyrirlesarar eru Lars Lagerback, annar þjálfara A-landsliðs karla og landi hans, Björn Andersson.

Lars mun fjalla um hvernig setur maður saman lið sem þarf að ná árangri á alþjóðlegum vettvangi. Hann mun síðan stýra æfingu þar hann vinnur með sama efnið.

Björn Andersson hefur átt afar spennandi feril sem leikmaður og þjálfari. Hann spilaði með Öster í Svíþjóð en þaðan fór hann til FC Bayern München og spilaði þar í þrjú tímabil. Hann vann Evrópukeppni meistaraliða með Bayern 1975 en leikmannaferillinn fjaraði síðan út eftir erfið hnémeiðsli. Björn var einnig landsliðsmaður Svía og spilaði m.a. á HM í Þýskalandi 1974. Nú nýlega hætti hann störfum hjá FC Bayern München sem yfirþjálfari unglingaakademíunnar en þar hafði hann starfað í 14 ár. Hann starfar þó enn fyrir klúbbinn sem talent scout á Norðurlöndunum og Englandi.

Björn mun fjalla um reynslu sýna í FC Bayern München og gefa góð ráð varðandi þjálfun yngri leikmanna og stýra æfingu sem tengist viðfangsefninu.

Dagskrá, laugardaginn 16. ágúst:

9:00       Ávarp formanns KÞÍ - Sigurður Þórir Þorsteinsson

9:10       Hvernig setur maður saman lið sem þarf að ná árangri á alþjóðlegum vettvangi – Lars Lagerback (Bóklegt)

10:00     Þjálfun yngri leikmanna – leið FC Bayern München - Björn Andersson (Bóklegt)

11:00     Matarhlé

11:45     Lars Lagerback (Verklegt)

13:00     Björn Andersson (Verklegt)

14.15     Fjallað um liðin sem leika til úrslita

14:30     Þjálfari liðanna sem leika til úrslita spjalla um leikinn og undirbúning

15:00     Ráðstefnuslit

16:00     Úrslitaleikur Borgunarbikars karla

Þátttaka á ráðstefnunni gildir sem 7 tímar í endurmenntun KSÍ A (UEFA A) og KSÍ B (UEFA B) þjálfara.