• mið. 20. maí 2015
  • Fræðsla

Saga ólátabelgja rakin

1878085_w2

Á súpufundi hjá KSÍ í vikunni flutti Stefán Pálsson sagnfræðingur fræðandi og skemmtilegan fyrirlestur um sögu svokallaðs "hooliganisma", eða óláta í tengslum við knattspyrnu og knattspyrnuleiki. Stefán, sem er landskunnur áhugamaður um knattspyrnuíþróttina og uppfullur af fróðleik, rakti uppruna knattspyrnuíþróttarinnar og tengsl óláta við hana, bæði erlendis sem hérlendis.  Fyrirlesturinn var vel sóttur og var gerður góður rómur að málflutningi Stefáns.

Að erindi Stefáns loknu voru frumsýndar tvær auglýsingar sem eru hluti af markaðsherferðinni Ekki tapa þér, sem bendir á mikilvægi þess að sýna góða hegðun í hvívetna og minnir okkur á að við erum öll fyrirmyndir.

Ekki tapa þér