• þri. 13. okt. 2015
  • Landslið

Uppselt á leik Tyrklands og Íslands

konya_arena1

Eins og kunnugt er eigast Tyrkir og Íslendingar við í lokaumferðinni í undankeppni EM karlalandsliða 2016.  Leikurinn fer fram í Konya í Tyrklandi og er uppselt á leikinn - rúmlega 41.000 miðar seldir og má búast við mikilli stemmningu.


Þegar horft er á heildarfjölda íbúa í hvoru landi um sig er athyglisvert að á leiknum verða um 41.000 Tyrkir, eða um 0,05% af tyrknesku þjóðinni, sem telur um 80 milljónir, og að sama hlutfall íslensku þjóðarinnar verður á vellinum , eða um 150 manns sem er einmitt um 0,05% af íslensku þjóðinni.