• þri. 15. nóv. 2016
  • Fræðsla

Námskeið i samstarfi við Dale Carnagie

Þjálfaranámskeið 2015

Miðvikudaginn 23. nóvember mun KSÍ í samstarfi við Dale Carnagie bjóða upp á námskeið fyrir þjálfara. Markmið námskeiðsins er að auka færni þjálfara í að tjá sig fyrir framan hóp, hvort sem um er að ræða hóp leikmanna eða foreldra. 

Námskeiðið er ætlað þjálfurum í 11manna bolta og veitir tvö endurmenntunarstig fyrir KSÍ A þjálfara. Verð á námskeiðið er 15.000kr og fer það fram í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardalnum frá 20:00-21:30. Nánari upplýsingar og skráning fer fram hér.

Sannfærandi tjáning og hvatning leikmanna

Þegar unnið er með metnaðarfullum einstaklingum skiptir sköpum að geta skapað andrúmsloft sem einkennist af ástríðu og krafti en um leið að geta komið flóknum upplýsingum á framfæri með áhrifaríkum hætti og á hnitmiðaðan hátt.

Á þessari snörpu vinnustofu æfum við aðferðir í tjáningu sem gera okkur sveigjanlegri, betur til þess fallin að höfða til breiðari hóps og förum út fyrir þægindahringinn sem getur verið takmarkandi.

Þú færð tækifæri til að æfa þig á staðnum og leggja mat á hvaða hæfni þú vilt auka.

Þjálfunin veitir tvö endurmenntunarstig fyrir KSÍ A þjálfararéttindi hjá KSÍ.