• sun. 26. mar. 2017
  • Fræðsla

Hvernig þjálfari ertu? - Námskeið

b2d8e8944aab1203-boys-soccer-stock-1

Laugardaginn 1. apríl kl. 10:00 munu íþróttasálfræðingarnir Hallur Hallsson og Haukur Ingi Guðnason, íþróttasálfræðingar og kennarar við Háskóla Íslands, halda áhugavert námskeið sem ber yfirskriftina Hvernig þjálfari ertu? 

Til umfjöllunar verður mikilvægi þess að þekkja sjálfan sig og hvaða þættir hafa áhrif á hugsanir og hegðun. Auk þess svara þjálfarar mælitækjum sem meta þeirra leiðtogastíl, hugrænan styrk og hvernig andrúmsloft þeir stuðla að innan síns liðs. Umfjöllun um hvernig leiðtogastíll og umhverfi hentar hverjum og umræða um leiðir til að breyta og bæta leiðtogastíl, liðsandrúmsloft og hugrænan styrk. 

Athugið þjálfarar þurfa að koma með fartölvu til að geta svarað og fengið niðurstöðu úr mælingum (EKKI er hægt að notast við snjallsíma eða spjaldtölvu). 

Námskeiðið veitir 4 tíma í endurmenntun á KSÍ A og KSÍ B þjálfaragráðum. 

Námskeiðið kostar 2.000 kr. 

Áhugasamir eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig hér: