• fös. 21. apr. 2017
  • Fræðsla

Unnið að þróun UEFA A markmannsþjálfaragráðu

20170418_181620-(Large)

Vinna við að fá markmannsnámskeið KSÍ samþykkt og metið sem UEFA A markmannsþjálfaranámskeið er á lokastigi. KSÍ býður sem stendur upp á KSÍ markmannsþjálfaragráðu og hefur haldið tvö slík námskeið undanfarin 5 ár. 

Hluti af þeirri vinnu að fá gráðuna metna sem UEFA gráðu var heimsókn norska markmanns sérfræðingsins Jan Erik Stinessen hingað til lands en hann heimsótti okkur fyrr í vikunni og fylgdist með æfingum hjá Hajrudin Cardaklija, markmannsþjálfara Víkings R., og Þorsteini Magnússyni, markmannsþjálfara Grindavíkur. En Jan Erik þessi er einn af æðstu sérfræðingum UEFA þegar kemur að uppsetningu markmannsnámskeiða og þjálfun markmanna. Hann er í sérfræðiteymi UEFA ásamt m.a. Guðmundi Hreiðarssyni. En Guðmundur hefur að undanförnu farið til Bosnía, Austurríkis og Þýskalands til að taka út og meta þeirra markmannsþjálfaranámskeið. 

KSÍ mun vera áfram í nánu samstarfi við Jan Erik og UEFA á næstu vikum og mánuðum. Stefnt er að því að halda KSÍ markmannsþjálfaragráðu næsta vetur. Og, ef allt gengur að óskum, UEFA A markmannsþjálfaranámskeið í kjölfarið.