• lau. 10. feb. 2018
  • Ársþing

RÚV fær Fjölmiðlaviðurkenningu KSÍ

verdlaun-fjolmidlar-minni

Fjölmiðlaviðurkenningu KSÍ fyrir árið 2017 hlýtur íþróttadeild RÚV fyrir þættina „Leiðin á EM“, heimildaþáttaröð í umsjá Eddu Sifjar Pálsdóttur og Maríu Bjarkar Guðmundsdóttur.  

Þættirnir fjölluðu um í A landslið kvenna í aðdraganda úrslitakeppni EM 2017, sem fram fór í Hollandi.  Í þáttunum, sem vöktu mikla athygli fyrir ferska og nýja nálgun, var skyggnst bak við tjöldin hjá landsliðinu, leikmenn og þjálfarar teknir tali og fylgst með undirbúningi liðsins.