• mið. 13. jún. 2018

68. þing FIFA - Kosið um HM 2026

Í dag, 13. júní, fór 68. þing FIFA fram í Moskvu, í tengslum við HM 2018 í Rússlandi.  Fyrir þinginu lágu hefðbundin mál eins og breytingar á lögum og reglugerðum auk þess sem lagður var fram ársreikningur og fjárhagsáætlun fyrir árin 2019-2022.  Það mál sem væntanlega vakti mesta athygli var atkvæðagreiðsla um það hvar HM karlalandsliða fer fram árið 2016.  Tvær umsóknir lágu fyrir - frá Marokkó annars vegar og hins vegar sameiginleg umsókn frá Mexíkó, Bandaríkjunum og Kanada.

Knattspyrnusamband Ísland ákvað að greiða sameinaðri umsókn Bandaríkjanna, Mexíkó og Kanada atkvæði sitt til þess að halda HM árið 2026. Umsóknin fékk mjög góða umsögn frá FIFA og keppnin hefur, að áliti KSÍ, alla burði til þess að verða árangursrík á öllum þeim mælikvörðum sem stuðst var við í umsóknarferlinu.