• þri. 11. sep. 2018
  • Landslið

U21 karla - 2-3 tap gegn Slóvakíu

U21 árs lið karla tapaði 2-3 gegn Slóvakíu í undankeppni EM 2019, en leikurinn fór fram á Alvogenvellinum. Albert Guðmundsson skoraði bæði mörk Íslands í leiknum.

Liðið á tvo leiki eftir í riðlinum og fara þeir báðir fram í október. Þeir mæta Norður Írlandi 11. október og Spáni 16. október.