• mið. 12. sep. 2018
  • Mótamál

Meistaradeild Evrópu - Þór/KA tapaði 0-1 gegn Wolfsburg

Þór/KA tapaði 0-1 gegn Wolfsburg í fyrri leik liðanna í 32 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu, en leikið var á Akureyri. 

Þjóðverjarnir voru meira með boltann, sóttu mikið en tókst ekki að skora fleiri mörk. Þór/KA voru nálægt því að jafna undir lok leiksins, en skot Stephany Mayore fór í samskeytin og út.

Liðin mætast í Þýskalandi í seinni viðureign liðanna eftir tvær vikur, þann 26. september.