• þri. 18. sep. 2018
  • Mótamál

Breiðablik Íslandsmeistari kvenna

Breiðablik tryggði sér sigur í Pepsi-deild kvenna og þar með Íslandsmeistaratitilinn 2018 með því að leggja Selfoss á Kópavogsvelli á mánudagskvöld með þremur mörkum gegn einu. Þetta er í 17. sinn sem Breiðablik lyftir Íslandsmeistarabikarnum í meistaraflokki kvenna. Kópavogsliðið vinnur því tvöfalt í ár, en Blikastúlkur fögnuðu Mjólkurbikarmeistaratitlinum í ágúst,

Á sama tíma vann Þór Val 4-1 á Akureyri og hafnar í 2. sæti.  Valur mun ljúka keppni í 3. sæti, Stjarnan í 4. sæti og ÍBV í 5. sæti.  Þetta liggur fyrir þó ein umferð sé eftir af mótinu.  Jafnframt varð það ljóst á mánudagskvöld að Grindavík og FH falla úr Pepsi-deildinni í Inkasso-deildina.

Pepsi-deild kvenna

Mynd:  Fótbolti.net