• fös. 16. nóv. 2018
  • Landslið

Tveggja marka tap í Brussel

A landslið karla beið lægri hlut fyrir Belgíu þegar liðin mættust á þjóðarleikvangi Belga í Brussel í kvöld, fimmtudagskvöld.  Lokatölur urðu 2-0 fyrir heimamenn og komu bæði mörk þeirra í seinni hálfleik.  Þetta var síðasti leikur Íslands í Þjóðadeild UEFA að þessu sinni, en lokaleikur 2. riðils er úrslitaviðureign Belgíu og Sviss um efsta sæti riðilsins og þar með sæti í lokakeppni þessarar nýju keppni á vegum Knattspyrnusambands Evrópu.

Leikskýrslan

Framundan er síðasti leikur íslenska liðsins á árinu, vináttuleikur gegn Katar í Eupen í Belgíu mánudaginn 19. nóvember.