• fim. 07. feb. 2019
 • Fundargerðir
 • Stjórn KSÍ

2215. fundur stjórnar KSÍ - 31. janúar 2019

Mættir:  Guðni Bergsson formaður, Guðrún Inga Sívertsen, Borghildur Sigurðardóttir (tók sæti á fundi kl. 16:45), Gísli Gíslason, Ingi Sigurðsson, Magnús Gylfason, Ragnhildur Skúladóttir, Valgeir Sigurðsson og Vignir Már Þormóðsson. 
Mættir varamenn:  Ingvar Guðjónsson (tók sæti á fundi kl. 16:30), Jóhann Torfason og Kristinn Jakobsson.

Mættir landshlutafulltrúar:  Bjarni Ólafur Birkisson, Björn Friðþjófsson, Jakob Skúlason og Tómas Þóroddsson.

Þá sat Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri fundinn og ritaði fundargerð.   

Þetta var gert: 

Áður en gengið var til formlegrar dagskrár var Klöru Bjartmarz framkvæmdastjóra KSÍ færð gjöf í tilefni 25 ára starfsafmælis.

 1. Fundargerð síðasta fundar
 2. Fundargerðir nefnda voru lagðar fram til kynningar
  • Laga og leikreglnanefnd 16. janúar 2019.
  • Landsliðsnefnd kvenna 3. janúar 2019.
  • Mótanefnd 22. janúar 2019.
  • Fræðslunefnd 28. janúar 2019 og minnisblað fræðslustjóra um UEFA PRO.  Ragnhildur Skúladóttir formaður nefndarinnar ræddi um UEFA PRO en búast má við að KSÍ þurfi að byrja með UEFA PRO námskeiðum á næstu árum.  Þetta þarf að skoða til framtíðar og þá ekki síst með hljóðsjón að starfsmannaþörf í fræðslumálum. 
  • Rekstrarstjórn Laugardalsvallar 31. janúar.   Guðni Bergsson formaður KSÍ fylgdi fundargerðinni úr hlaði.  Í náinni framtíð þarf að skoða forsendur rekstrar Laugardalsvallar og taka málið upp við Reykjavíkurborg.   
  • Fjárhagsnefnd 8. janúar 2019.
  • Fjárhagsnefnd 15. janúar 2019.
  • Fjárhagsnefnd 26. janúar 2019.
  • Útbreiðslunefnd 31. janúar 2019 ásamt minnisblaði um útbreiðslumál.

 3. Reglugerðarbreytingar
 4. Ársþing
  • Framkvæmdastjóri lagði dagskrá ársþings fram til kynningar.
  • Tillögur um viðurkenningar fyrir síðasta starfsár voru lagðar fram og samþykktar.

   Grasrótarverðlaun KSÍ: 
   FC Sækó vegna knattspyrnu fyrir geðfatlaðra og Þróttur R. vegna göngufótbolta.

   Fjölmiðlaverðlaun KSÍ
   RÚV vegna þáttagerðar og umfjöllunar um HM 2018.  Þættir eins og Draumurinn um HM, Gerska ævintýrið og svo leikirnir sjálfir og þáttagerð í kringum þá.
   RÚV og Guðmundur Björn Þorbjörnsson fyrir hlaðvarpsþættina Markmannshanskarnir hans Alberts Camus.


   Dómaraverðlaun KSÍ:
   Dómaraverðlaun KSÍ fyrir árið 2018 hlýtur ÍA. 

   Jafnréttisverðlaun KSÍ:
   Þessu verðlaun voru síðast veitt 2017.  Ekki liggur fyrir tillaga um verðlaunahafa og verður málið skoðað frekar á milli funda.

   Háttvísiverðlaun deilda
   Pepsi-deild kvenna (kvennabikarinn):  Stjarnan
   Inkasso deild kvenna: Fylkir
   2. deild kvenna: Hvíti riddarinn og Völsungur
   Pepsi-deild karla (Drago):  KR
   Inkasso-deild karla (Drago):  Njarðvík
   2. deild karla:  Afturelding
   3. deild karla:  KH
   4. deild karla:  Elliði og Berserkir
  • Drög að skýrslu stjórnar og skýrslu nefnda var lögð fram til kynningar.
  • Rætt um framkomnar tillögur og álit laga og leikreglnanefndar:
   • Tillaga til lagabreytinga:
    #7  heildarendurskoðun laga KSÍ, tillaga lögð fram af stjórn KSÍ
   • Tillögur til ályktunar:
    #8 Leikmannsskiptingar í 2. deild karla, tillaga lögð fram af Dalvík/Reyni
    #9  Niðurröðun í deildir og riðla yngri flokka, tillaga lögð fram af Gróttu
    #10  Hlutgengi leikmanna í yngri flokkum, tillaga lögð fram af Breiðablik
    #11  Varalið í keppni meistaraflokks kvenna, tillaga lögð fram af Breiðablik
    #12  Endurgreiðsla vegna íþróttamannvirkja, tillaga lögð fram af stjórn KSÍ
  • Samkvæmt áliti laga-og leikreglnanefnd eru allar tillögurnar þingtækar en nefndin bendir þó á að í sumum tilfellum mætti skýra tillögurnar betur og kostnaðargreina.
   Framkvæmdastjóra var falið að óska eftir fundi með ÍSÍ vegna tillögu til breytingar á lögum KSÍ sem fyrst.  Þar sem breytingar á lögum sérsambanda taka ekki gildi fyrr en framkvæmdastjórn ÍSÍ hefur samþykkt þær er það álit stjórnar að ekki eigi að leitast við því að kjósa á ársþinginu eftir nýjum lögum þó að þau verði samþykkt á þinginu nema í tilfelli kjaranefndar.  Stjórn telur vert að skoða það að leitað verði samþykktar þingsins til að kjósa strax í þá nefnd. 
  • Í tengslum við þingskjal 7 var tekið fyrir erindi frá Knattspyrnudeild Bjarnarins þar sem óskað er eftir því að stjórn endurskoði tillögu sína varðandi 9. gr. – réttur til þingsetu.   Í þeirri tillögu sem nú liggur fyrir er gert ráð fyrir að til þess að öðlast rétt til þingsetu þurfi félög að taka tekið þátt í Íslandsmóti meistaraflokks 5 leiktíðir samfleytt.  Stjórn hefur skilning á erindi Bjarnarins en mun ekki aðhafast frekar í málinu. Ársþing sambandsins er sá vettvangur sem mun fjalla um framkomnar tillögur og getur samþykkt breytingar þar á.
  • Gjaldkeri stjórnar og framkvæmdastjóri kynntu drög að ársreikning 2018 og rekstraryfirliti fyrir HM 2018.  Stjórn samþykkti tillögu fjárhagsnefndar að úthluta 12m af umframhagnaði HM til ÍTF vegna markaðsáhrifa HM.  Endurskoðaður ársreikningur mun liggja fyrir á morgun, 1. febrúar,  og verður sendur til stjórnar.
  • Gjaldkeri stjórnar og framkvæmdastjóri lögðu fram drög að fjárhagsáætlun 2019.  Ítrekað að á þinginu verði lögð fram greinargerð sem tekur á helstu breytingum í áætluninni.  Fjárhagsnefnd KSÍ hefur, við gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2019, unnið að rekstraráætlun fyrir árin 2020 til 2022 til glöggvunar á rekstrargrunni næstu ára. Fjárhagsáætlun 2019 tekur mið af því umfangi sem reksturinn getur borið til næstu fjögurra ára
  • Framkvæmdastjóri kynnti þau framboð til stjórnar sem hafa borist.  Áður höfðu þau Guðrún Inga Sívertsen varaformaður, Vignir Már Þormóðsson, Ingvar Guðjónsson og Kristinn Jakobsson tilkynnt að þau gefi ekki kost á sér til endurkjörs.  Kosið verður til embættis formanns, í aðalstjórn og í varastjórn.  Eftirfarandi framboð bárust:

   Eftirtaldir hafa boðið sig fram til formanns:
   Geir Þorsteinsson, Kópavogi
   Guðni Bergsson, Reykjavík

   Eftirtaldir hafa boðið sig fram til aðalstjórnar:
   Ásgeir Ásgeirsson, Reykjavík
   Borghildur Sigurðardóttir, Kópavogi
   Davíð Rúrik Ólafsson, Reykjavík
   Magnús Gylfason, Hafnarfirði
   Þorsteinn Gunnarsson, Mývatnssveit

   Eftirtaldir gefa kost á sér sem varamenn í aðalstjórn:
   Guðjón Bjarni Hálfdánarson, Árborg
   Hilmar Þór Norðfjörð, Reykjavík
   Jóhann Torfason, Ísafirði
   Þóroddur Hjaltalín, Akureyri

  • Fulltrúar UEFA á ársþingi KSÍ verða John Delaney og Noel Mooney og fulltrúi FIFA verður Oliver Jung.

 5. Rætt um málþingið sem fram fer 8. febrúar næstkomandi.
  • Samþykkt að breyta dagskrá málþingsins til að gefa þeim félögum sem leggja fram tillögur tækifæri til að kynna tillögur sínar. 
  • Ingi Sigurðsson verður málþingsstjóri og Guðrún Inga Sívertsen mun taka saman helstu efnisatriði og kynna á ársþinginu.
    
 6. Vignir Már Þormóðsson formaður mótanefndar fór yfir mótamál sambandsins
  • Stjórn samþykkti riðlaskiptingu í 4. deild karla. 30 lið hafa tilkynnt þátttöku.
  • Farið yfir þátttöku í 2. deild kvenna. 9 lið hafa tilkynnt þátttöku.
  • Stjórn samþykkti að heimila KA og Þór að taka þátt í SV-riðlum í 5. flokki karla og kvenna keppnistímabilið 2019, í stað þess að leika í Norðurlandsriðli. 
  • Meistarakeppni karla, Valur-Stjarnan verður á Valsvelli 18. apríl.
  • Meistarakeppni kvenna, Breiðablik-Þór/KA verður í Kórnum 25. apríl.
  • Niðurröðun leikja í yngri flokkum stendur yfir.  Keppni hefst að öllu jöfnu um viku fyrr en áður og mun sumarleyfi í 4. og 5. flokki lengjast sem þvi nemur.
  • Stefnt er að því að birta drög allra móta 1. mars í staðinn fyrir 10. mars líkt og áður.

 7. Kristinn Jakobsson formaður dómaranefndar fór yfir dómaramál sambandsins.
  • Aðal dómararáðstefna undirbúningstímabilsins verður um næstu helgi en sérstök áhersla verður lögð á málefni aðstoðardómara.
  • Undirbúningur tímabilsins gengur vel, dómarar koma vel undan þrekprófum og æfingasókn er góð.

 8. Landsliðsmál
  • Lögð var fram vinnuskýrsla um HM í Rússlandi.  Rauði þráðurinn í skýrslunni er mikilvægi þess að hefja undirbúning fyrir þátttöku í stórmótum enn fyrr en hingað til hefur verið gert. 
  • Annarri umræðu um landsliðsmál var frestað.

 9. Önnur mál
  • UEFA hefur samþykkt beiðni KSÍ um að halda svokallað CFM nám á Íslandi árið 2020.  Námið er sniðið að þörfum stjórnanda í íþróttahreyfingunni og verður mikil lyftistöng fyrir leiðtogafræðslu innan knattspyrnuhreyfingarinnar.
  • Lögð var fram umsögn frá fjárhagsnefnd um erindi KÞÍ.  Stjórn samþykkti álit fjárhagsnefndar og fól framkvæmdastjóra að svara erindi KÞÍ.
  • Lagt var fram erindi frá ÍTF vegna leyfiskerfis KSÍ.  Stjórn KSÍ samþykkti að koma erindinu í farveg gagnvart UEFA. 
  • Stjórn KSÍ samþykkti að tilnefna ný á lista UEFA þau Ragnhildi Skúladóttur sem eftirlitsmann,  Þórodd Hjaltalín sem dómaraeftirlitsmann og Víði Reynisson sem öryggisfulltrúa.  Ingi Jónsson lætur af störfum næsta sumar sem dómaraeftirlitsmaður vegna aldurs. 
  • Fulltrúar KSÍ á UEFA þinginu þann 7. febrúar næstkomandi verða þau Guðrún Inga Sívertsen varaformaður og Vignir Már Þormóðsson formaður mótanefndar.
  • Stjórn KSÍ samþykkti tillögu formanns mannvirkjanefndar og framkvæmdastjóra að styrkja Stjörnuna um 2m. kr. úr mannvirkjasjóði vegna verkefna 2018.
  • KSÍ hefur borist erindi frá Sendiherra Hollands gagnvart Íslandi og Knattspyrnusambandi Hollands um „football diplomacy“ en markmiðið er auka samvinnu þjóðanna, þar með talið á sviði knattspyrnunnar og býðst knattspyrnusamband Hollands til að halda þjálfaranámskeið hér á landi næsta vor.  Málið er þegar komið í farveg hjá starfsmönnum fræðslumála KSÍ.
  • Lögð var fram til kynningar umsögn framkvæmdastjóra og öryggisstjóra KSÍ um „Council of Europe Convention on an Integrated Safety, Security and Service Approach at Football Matches and Other Sports Events (CETS No. 218)” eða „Sáttmáli Evrópuráðsins um samþættri aðferðafræði á velferð, öryggi og þjónustu á fótboltaleikjum og öðrum íþróttaviðburðum.“
  • Beiðni um umsögn hefur borist frá Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis vegna laga um endurgreiðslur til félagasamtaka til almannaheilla vegna mannvirkjagerðar og annarra framkvæmda, 136. mál.  Stjórn samþykkt að fela formanni og framkvæmdastjóra að undirbúa umsögn KSÍ.
  • Stórn KSÍ ræddi um „klukkufrumvarpið“ og samþykkti að fela framkvæmdastjóra að undirbúa umsögn KSÍ um málið sem hefur það að markmiði að koma sjónarmiðum sambandsins á framfæri. 
  • Næsti fundur stjórnar verður 8. febrúar.

Fleira var ekki á dagskrá og var fundi slitið kl. 19:45.