• fös. 12. apr. 2019
  • Mótamál

Lengjubikar kvenna - Undanúrslit A deildar á sunnudag og mánudag

Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Undanúrslit A deildar Lengjubikars kvenna fara fram á sunnudag og mánudag. Á sunnudag mætast Valur og Stjarnan og á mánudaginn eru það Þór/KA og Breiðablik sem spila.

Valur vann alla fimm leiki sína í riðlakeppninni og enduðu á toppi riðilsins. Þór/KA varð í 2. sæti með 10 stig, Breiðablik í því þriðja með níu og Stjarnan í fjórða með sjö stig.

Sunnudagurinn 14. apríl kl. 16:00

Origo völlurinn

Valur - Stjarnan

Mánudagurinn 15. apríl kl. 18:15

Boginn

Þór/KA - Breiðablik