• fös. 07. jún. 2019
  • Landslið
  • A karla

A karla - Ísland mætir Albaníu á morgun, laugardag

Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ísland mætir Albaníu í undankeppni EM 2020 á morgun, laugardag. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli og hefst kl. 13:00.

Leikurinn er þriðji leikur liðsins í riðlakeppninni, en Ísland vann 2-0 sigur gegn Andorra og tapaði 0-4 gegn Frakklandi í mars. Báðir leikirnir fóru fram ytra.

Þetta er í sjötta sinn sem liðin mætast. Ísland hefur unnið þrjá leiki á meðan Albanía hefur unnið tvo.