• fim. 27. jún. 2019
  • Mótamál
  • Mjólkurbikarinn

Þrír leikir í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í kvöld

Mjólkurbikar karla er í fullum gangi og í kvöld, fimmtudagskvöld, fara fram þrír leikir í 8-liða úrslitum og nokkuð ljóst að æsispennandi viðureignir eru í vændum. Við svona tilefni er við hæfi að skála í mjólk, en allir sem mæta á völlinn í leikjum kvöldsins fá ískalda mjólk og ljúffenga súkkulaðiköku með.

KR og Njarðvík mætast á Meistaravöllum í Vesturbæ Reykjavíkur, Breiðablik og Fylkir leika á Kópavogsvelli og á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði mætast FH-ingar og Grindvíkingar. Allir leikirnir hefjast kl. 19:15 og er fólk hvatt til að fjölmenna á leikina.

Það er áhugavert að rifja upp gamla og góða tíma úr boltanum en bikarkeppni KSÍ hét einmitt Mjólkurbikarinn á árunum 1986-1996. Á þessum áratug urðu Valsmenn fjórum sinnum Mjólkurbikarsmeistarar og lið ÍA og KR hlutu þrjá titla hvort. Margir af leikmönnum liðanna sem eigast við í Mjólkurbikarnum í ár voru ekki fæddir þegar Mjólkurbikarinn var og hét á sínum tíma en yngstu leikmenn sem leikið hafa með liðunum í ár eru fæddir eftir árið 2000.

Mjólkurbikar karla

Dregið verður í undanúrslit Mjólkurbikars karla og kvenna í höfuðstöðvum KSÍ á mánudag kl. 12:00.