• þri. 30. júl. 2019
  • Landslið

Andlát: Sigurður Dagsson

Sigurður Dagsson, fyrrverandi markvörður Vals og íslenska landsliðsins, er látinn. Siggi Dags, eins og hann var jafnan kallaður, lék 18 A-landsleiki á árunum 1966-1977 og nafn hans kemur jafnan upp þegar rætt er um fremstu markverði íslenskrar knattspyrnu. Hann stóð vaktina í marki Vals um árabil og átti m.a. stórleik eins og frægt er þegar Valsliðið gerði markalaust jafntefli við stórlið Benfica á Laugardalsvelli árið 1968, fyrir framan ríflega 18 þúsund áhorfendur.

Sigurður var sæmdur silfurmerki KSÍ árið 1986, á 75 ára afmæli Knattspyrnufélagsins Vals.  KSÍ minnist fallins félaga og vottar fjölskyldu og aðstandendum samúð.