• fös. 13. sep. 2019
  • Agamál

Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur tekið fyrir mál nr. 2/2019

Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þann 11. september kom áfrýjunardómstóll KSÍ saman og tók fyrir mál nr. 2/2019 - Knattspyrnudeild Vals gegn aga- og úrskurðarnefnd KSÍ. 

,,Í bréfi áfrýjanda til áfrýjunardómstóls Knattspyrnusambands Íslands eru ekki hafðar uppi kröfur af hálfu áfrýjanda, en fyrir liggur í bréfinu að áfrýjandi viðurkennir þau brot sem félagið var áminnt fyrir í hinum áfrýjaða úrskurði. Þar sem ekki eru hafðar uppi kröfur í máli þessu verður því vísað frá áfrýjunardómstól Knattspyrnusambands Íslands."

Dómurinn