• fös. 20. des. 2019
  • Mótamál
  • Inkasso-deildin

Ánægjulegu samstarfi KSÍ og Inkasso lokið

Samsstarfssamningi Inkasso og KSÍ um næst efstu deildir Íslandsmótsins er nú lokið eftir fjögurra ára farsælt samstarf. Næst efstu deildir karla og kvenna munu því ekki bera nafn Inkasso á komandi keppnistímabili.

Samstarfið síðustu fjögur ár hefur verið afar ánægjulegt. Við höfum verið stoltir stuðningsaðilar næst efstu deildarinnar í knattspyrnu og okkur þykir samvinna aðila hafa tekist gríðarlega vel og báðir aðilar ganga sáttir frá borði“ segir Þórir Örn Árnason, framkvæmdastjóri Inkasso.

Við hjá KSÍ viljum nota tækifærið og þakka Inkasso kærlega fyrir samstarfið undanfarin ár enda hefur það verið mjög gott og reynst íslenskum fótbolta vel. Við getum fullyrt að athyglin á viðkomandi deildir hefur aukist með aðkomu Inkasso og deildirnar munu búa að því áfram með nýjum samstarfsaðila“ segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ.

Mynd með grein:  Hafliði Breiðfjörð, Fótbolti.net.