• fös. 20. mar. 2020
  • Mótamál
  • COVID-19

Mótanefnd KSÍ skoðar mögulegar sviðsmyndir

Skilaboð frá mótanefnd KSÍ: 

Eins og fram hefur komið þá hefur upphafi móta sumarsins verið frestað fram í miðjan maí. Á það við um mót meistaraflokka og yngri flokka. Mikil óvissa ríkir um framhaldið á samkomubanni almannavarna og því er ekki hægt að gefa út nákvæma dagsetningu á því hvenær keppni í einstökum mótum hefst. Mótanefnd KSÍ skoðar nú mögulegar sviðsmyndir og hvernig leikjum sumarsins verði best fyrir komið. Þegar fyrir liggur hvenær hægt verður að hefja keppni aftur verður gefin út ný niðurröðun leikja. Fram að því verða mótin birt á vef KSÍ með núverandi dagsetningum.

Mynd með grein:  Hafliði Breiðfjörð, Fótbolti.net