• mán. 18. maí 2020
  • Mótamál
  • Dómaramál
  • COVID-19
  • Lög og reglugerðir

Allt að fimm skiptingar leyfilegar

Á fundi stjórnar KSÍ þann 14. maí síðastliðinn var rætt um knattspyrnulögin og tímabundna heimild FIFA til að fjölga skiptingum í efstu deildum. Stjórn KSÍ samþykkti að nýta þessa heimild og hefur skrifstofu KSÍ og Laga- og leikreglnanefnd verið falið að undirbúa nauðsynlegar reglugerðarbreytingar. 

Skoða fundargerð stjórnar KSÍ

FIFA tilkynnti þann 8. maí um tímabundna hemild til þess að leyfa allt að 5 skiptingar í hverjum leik, í mótum sem eru þegar hafin eða hefjast á árinu, og lýkur eigi síðar en 31. desember 2020.

Skoða tilkynningu FIFA

Hér að neðan má sjá íslenska þýðingu á breytingunni á þriðju grein lagana.

Skiptingar, 3.gr. – tímabundin breyting v. Covid 19

Mynd með grein:  Hafliði Breiðfjörð, Fótbolti.net