• mið. 24. jún. 2020
  • Mótamál
  • COVID-19

Rætt um framgang móta í tengslum við Covid-19

Á fundi stjórnar KSÍ 18. júní var lagt fram minnisblað frá mótanefnd um fyrirvara um Íslandsmótin 2020. Rætt var um mögulegar sviðsmyndir sem upp geta komið í framgangi Íslandsmóta og Mjólkurbikarsins 2020. Í framhaldinu var rætt um tillögu um sérstaka reglugerð KSÍ um tímabundnar ráðstafanir vegna heimsfaraldurs kórónaveiru. Stjórn var sammála því að betra væri að samþykkja reglugerð um málið frekar en minnisblað og samþykkti að leita álits Laga- og leikreglnanefndar á málinu áður en lengra er haldið.

Skoða fundargerð stjórnar

Mynd með grein:  Hafliði Breiðfjörð, Fótbolti.net