• mán. 29. jún. 2020
  • Mótamál
  • COVID-19

Lagt til að hætt verði að nota boltakrakka á leikjum

Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

KSÍ leggur til að hætt verði að nota boltakrakka með hefðbundnum hætti á leikjum í meistaraflokkum og gildir það þar til annað verður ákveðið. 

Lagt er til að a.m.k. 10 boltum verði komið fyrir í kringum leikvöllinn og að tveir einstaklingar (16 ára eða eldri) sjái um að viðhalda staðsetningu boltanna þannig að sem minnst rask verði á leikhraða. 

Minnt er á mikilvægi þess að boltar séu sótthreinsaðir vel og að umsjónarmenn bolta gæti vel að öllum sóttvörnum við meðhöndlum bolta.