• fös. 10. júl. 2020
  • Fræðsla
  • Pepsi Max deildin

KSÍ semur við Spiideo

KSÍ hefur gert þriggja ára samning (2020-2022) við Spiideo um tvenns konar þjónustur sem fyrirtækið veitir og standa félögum í Pepsi Max deildum karla og kvenna til boða. Annars vegar er um að ræða Spiideo Perform (leikgreining) og hins vegar Spiideo Play (upptaka/streymi), en Spiideo er fyrirtæki sem selur fastar myndbandsupptökuvélar sem eru notaðar til leikgreiningar á meðan á leik/æfingu stendur, og Spiideo búnaðurinn sér um upptökur og geymslu á upptökum.

Undanfarna tvo mánuði hefur KSÍ verið með Spiideo-tilraunaverkefni á Origo-velli og Kópavogsvelli, sem hefur reynst afar vel.  Þessi samningur þýðir að allir leikvangar í Pepsi Max deildunum verða innan skamms útbúnir myndavélum frá Spiideo og þannig verða allir leikir í deildunum tveimur teknir upp og upptökurnar aðgengilegar fyrir greiningarvinnu.  

Í gegnum Spiideo er jafnframt hægt að streyma leikjum yngri flokka og gera þar með aðstandendum og stuðningsmönnunum kleift að horfa á leiki í beinni útsendingu.

Laugardalsvöllur mun einnig verða útbúinn myndavélum frá Spiideo og þar af leiðandi geta landsliðin einnig nýtt sér þessa þjónustu.

Hér að neðan má sjá hlekki á myndbönd sem útskýra þessar tvær þjónustur.

Spiideo Perform (greining)

Spiideo Play (streymi)