• mán. 31. ágú. 2020
  • Fræðsla

Þjálfaranámskeiðið Afreksþjálfun Unglinga hefst 12. nóvember 2020.

Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þjálfaranámskeiðið Afreksþjálfun Unglinga (UEFA Elite A Youth) hefst 12. nóvember 2020.

Aðaláhersla námskeiðsins er hvernig vinna eigi með og þjálfa efnilega leikmenn á 4. til 2. flokks aldri.

16 þjálfarar fá pláss á námskeiðinu en inntökuskilyrði er að þjálfari hafa að minnsta kosti lokið KSÍ A/UEFA A þjálfaragráðu. Verði umsóknir á námskeiðið fleiri en 16 mun fræðslunefnd KSÍ velja á milli umsækjenda.

Samkvæmt Leyfiskerfi KSÍ þá þurfa yfirþjálfarar yngri flokka hjá félögum í tveimur efstu deildum karla og efstu deild kvenna að hafa þessa þjálfaragráðu.

Umsækjendur þurfa að fylla út skjalið hér að neðan og senda á Arnar Bill Gunnarsson (arnarbill@ksi.is), fræðslustjóra KSÍ, fyrir 30. september 2020. 

Námskeiðið er um 120 kennslustundir og verður kennt frá miðjum nóvember 2020 til lok apríl 2021. Þátttökugjald er 80.000 krónur.

Kennsla fer fram hjá KSÍ á Laugardalsvelli sem hér segir;
Föstudagur 12. nóvember 13:00-19:00
Laugardagur 13. nóvember 08:30-16:00
Sunnudagur 14. nóvember 08:00-16:00

15. nóvember – 15. desember, verkefnavinna – unnið hjá félagi

Föstudagur 8. janúar 13:00-19:00
Laugardagur 9. janúar 08:30-16:00
Sunnudagur 10. janúar 08:00-16:00

11. janúar 2021 – 15. apríl 2021, einstaklingsverkefni, unnið hjá félagi