• lau. 19. sep. 2020
  • Mótamál
  • COVID-19

Leikið án áhorfenda

Að beiðni Almannavarna um að íþróttahreyfingin sýni frumkvæði varðandi sóttvarnir hefur stjórn KSÍ ákveðið að að allir leikir í öllum flokkum og aðrir viðburðir á vegum KSÍ fari fram án áhorfenda þar til annað verður ákveðið og nær þessi ákvörðun til leikja sem hefjast eftir kl.14:00 í dag, laugardaginn 19. september (áhorfendur eru leyfðir á leikjum sem hefjast kl. 14:00).  Staðan verður endurmetin á mánudagsmorgunn í samráði við yfirvöld og framhaldið ákveðið og tilkynnt eins fljótt og mögulegt verður.