• mið. 07. okt. 2020
  • Landslið
  • A karla
  • COVID-19

Októberlandsleikir fara fram

KSÍ getur nú staðfest að leikir A landsliðs karla munu fara fram samkvæmt áætlun. Í samræmi við tilmæli í nýrri auglýsingu heilbrigðisyfirvalda sér KSÍ sér ekki fært að taka við áhorfendum á Laugardalsvelli og verða allir seldir miðar endurgreiddir. Í samstarfi við bakhjarla KSÍ verða þó Tólfunni boðnir 60 miðar í þremur sóttvarnarhólfum á leikina til að tryggja Tólfu-stemmningu á vellinum styðja við íslenska liðið í þessu mikilvæga verkefni,.

Mynd: Hafliði Breiðfjörð, Fótbolti.net