• fös. 06. nóv. 2020
  • Mótamál
  • Pepsi Max deildin

Leikmenn ársins í Pepsi Max deild kvenna

Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Tilkynnt hefur verið hvaða leikmenn voru kosnir bestir og efnilegastir í Pepsi Max deild kvenna af leikmönnum deildarinnar.

Verðlaunaafhendingin fór fram í Pepsi Max mörkum kvenna á Stöð 2 Sport.

Leikmaður ársins

Sveindís Jane Jónsdóttir, Breiðablik, var valin besti leikmaður ársins. Hún skoraði 14 mörk í 15 leikjum á tímabilinu. Ásamt því að vera leikmaður ársins var hún einnig markahæst í deildinni.

Efnilegasti leikmaður ársins

Cecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörður Fylkis, var valin efnilegasti leikmaður deildarinnar í ár. 

Þjálfari ársins

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, var valinn þjálfari ársins en Breiðablik endaði tímabilið með því að fagna Íslandsmeistaratitlinum.

Dómari ársins

Guðmundur Páll Friðbertsson var valinn dómari ársins í Pepsi Max deild kvenna.