• mið. 11. nóv. 2020

Aukafundur stjórnar KSÍ - 9. nóvember 2020

Aukafundur stjórnar KSÍ (án númers)

Mánudagur 9. nóvember 2020 kl. 12:00 - fjarfundur í gegnum Teams

Mætt

Aðalmenn í stjórn: Guðni Bergsson formaður, Gísli Gíslason varaformaður, Borghildur Sigurðardóttir varaformaður, Ásgeir Ásgeirsson aðalmaður í stjórn, Haraldur Haraldsson, Ingi Sigurðsson, Magnús Gylfason, Ragnhildur Skúladóttir (yfirgaf fundinn kl. 13:00) og Þorsteinn Gunnarsson.

Aðrir stjórnarmenn (varamenn í stjórn): Jóhann K Torfason og Þóroddur Hjaltalín.

Fulltrúar landshluta: Tómas Þóroddsson (Suðurland), Jakob Skúlason (Vesturland), Bjarni Ólafur Birkisson (Austurland) og Björn Friðþjófsson (Norðurland).

Fjarverandi

Valgeir Sigurðsson aðalmaður í stjórn og Guðjón Bjarni Hálfdánarson varamaður í stjórn.

Aðrir fundarmenn 

Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ sem ritaði fundargerð.


Fundargerð

1. Fundargerð síðasta fundar var samþykkt á síðasta fundi.

2. Mótslok

2.1 Rætt var um framkomnar kærur vegna ákvörðunar stjórnar um mótslok, þ.e. kærur KR og Fram. Þá var lagtfram bréf Fylkis um málið. Stjórn ræddi ýtarlega um málið.

3. Aðgerðir stjórnvalda

3.1 Formaður KSÍ, Guðni Bergsson, ræddi um hugmyndir að frumvarpi um stuðning við íþróttafélög og vinnu KSÍ tengda málinu en KSÍ hefur sent inn umsögn um „frumvarp um tímabundnar greiðslur vegna launakostnaðar íþróttafélaga og stöðvunar vegna opinberra sóttvarnarráðstafana“. Ef þetta frumvarp raungerist er um að ræða mikið hagsmunamál fyrir íþróttahreyfinguna. Málið var kynnt á fundum með fulltrúum félaganna í síðustu viku. Þar voru einnig fulltrúar Deloitte sem hafa verið KSÍ til aðstoðar í þessu máli.

4. Laugardalsvöllur – næstu skref

4.1 Formaður KSÍ, Guðni Bergsson, kynnti lokaskýrslu AFL um nýjan þjóðarleikvang í Laugardal. Málið hefur verið kynnt fyrir ríki og borg og hafa viðbrögð verið jákvæð.

5. Önnur mál

5.1 Formanna-og framkvæmdastjórafundur KSÍ verður rafrænn í ár og verður haldinn þann 27. nóvember 2020.

Fleira var ekki á dagskrá og var fundi slitið kl. 13.10.