• mán. 14. des. 2020
  • Fræðsla

Námskeið Barnaheilla: "Verndarar barna"

Barnaheill á Íslandi vekja athygli á námskeiði sem hentar sérlega vel fyrir alla þá er koma að þjálfun eða öðru starfi innan íþróttahreyfingarinnar í barna- og ungmennastarfi. 

Námskeiðið Verndarar barna er eitt sinnar tegundar, þar sem farið er í þau 5 skref sem þarf að taka til að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi á börnum, hvernig bregðast á við ef grunur um ofbeldi á sér stað hjá barni, tilkynningarferli ofl.

Námskeiðið er 4 klst. Þátttakendur fá send námsgögn, þar sem öll námskeið Barnaheilla fara fram í gegnum samskiptaforritið Zoom á meðan á fjöldatakmörkunum stendur vegna Covid-19. Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Barnaheilla og skráning á námskeið í janúar er nú þegar hafin. 4 námskeið eru í boði í janúar, 4., 7., 13. og 20.janúar. Einnig er hægt að verða við séróskum um daga og tíma sem hentar stökum hópum betur.

Skoða nánar