• mán. 01. feb. 2021
  • Mótamál

Úrslitaleikir Reykjavíkurmóts meistaraflokka á laugardag og sunnudag

Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mótanefnd KRR hefur ákveðið hvenær úrslitaleikir karla og kvenna í Reykjavíkurmóti meistaraflokka fara fram.

Meistaraflokkur karla

Fylkir og Valur mætast í úrslitaleiknum karlamegin og fer hann fram laugardaginn 6. febrúar á Würth vellinum í Árbæ. Hefst hann kl. 15:00.

KR er handhafi bikarsins eftir 2-0 sigur á Val í úrslitaleiknum fyrir ári síðan.

Meistaraflokkur kvenna

Fylkir og Valur mætast einnig í úrslitaleiknum kvennamegin og fer hann líka fram á Würth vellinum. Hann verður leikinn sunnudaginn 7. febrúar og hefst hann kl. 17:00.

Fylkir eru ríkjandi Reykjavíkurmeistarar, en Valur varð í öðru sæti í fyrra.

Athygli er vakin á því að ef jafnt verður eftir venjulegan leiktíma í leiknum þá verður strax gripið til vítaspyrnukeppni til að knýja fram úrslit.