• þri. 23. feb. 2021
  • Landslið
  • U19 karla
  • U19 kvenna

UEFA aflýsir EM 2020/21 hjá U19 karla og kvenna

UEFA hefur tilkynnt að EM 2020/21 hjá U19 karla og kvenna hefur verið aflýst.

Ákvörðunin var tekin í ljósi stöðunnar í heimsálfunni vegna COVID-19 faraldursins.

U19 karla hafði dregist í riðil í undankeppninni með Noregi, Ungverjalandi og Andorra, en riðilinn átti að leika í Noregi. Á meðan dróst U19 kvenna í riðil með Georgíu, Finnlandi og Búlgaríu og átti riðillinn upphaflega að fara fram í Búlgaríu.