• mið. 21. apr. 2021
  • Mótamál
  • COVID-19

Bráðabirgðaákvæði um leikmannaskiptingar í efstu deildum og bikarkeppni

Á fundi stjórnar KSÍ 18. febrúar sl. voru samþykktar tímabundnar breytingar á reglugerð KSÍ um knattspyrnumót. Um er að ræða breytingar er snúa að leikmannaskiptingum í efstu deildum karla og kvenna og hafa þær verið kynntar aðildarfélögum með dreifibréfi nr. 5/2021.

Keppnistímabilið 2021 verður heimilt að setja fimm varamenn inn í leik í efstu deild karla, efstu deild kvenna, 1. deild karla og bikarkeppni KSÍ. Í hverjum leik er þó aðeins heimilt að nota þrjár leikstöðvanir til skiptinga en einnig er heimilt að nota leikhléið til skiptinga. Sé leikur framlengdur má hvort lið nota einn varamann til viðbótar með því að nota eina leikstöðvun til viðbótar. Einnig má nýta hlé fyrir upphaf framlengingar og hálfleik framlengingar til skiptinga. Þetta eru samhljóma ákvæði og þau sem voru í gildi á árinu 2020.

Skoða dreifibréf

Mynd með grein:  Hafliði Breiðfjörð, Fótbolti.net.