• fim. 04. nóv. 2021

2267. fundur stjórnar KSÍ - 26. október 2021

2267. fundur stjórnar Knattspyrnusambands Íslands var haldinn þriðjudaginn 26. október 2021 og hófst kl. 16:00. Fundurinn fór fram í Laugardalnum og á Teams.

Mættir stjórnarmenn: Vanda Sigurgeirsdóttir formaður, Valgeir Sigurðsson varaformaður, Ásgrímur Helgi Einarsson, Guðlaug Helga Sigurðardóttir, Helga Helgadóttir, Ingi Sigurðsson, Orri V. Hlöðversson (fulltrúi ÍTF / tók sæti á fundinum kl. 16:24) og Unnar Stefán Sigurðsson.

Mættir á teams: Borghildur Sigurðardóttir varaformaður og Sigfús Ásgeir Kárason.

Mættir varamenn í stjórn: Kolbeinn Kristinsson, Margrét Ákadóttir og Þóroddur Hjaltalín.

Fjarverandi:  

Mættur framkvæmdastjóri: Klara Bjartmarz sem ritaði fundargerð.


1. Fundargerð síðasta fundar var lögð fram en hafði áður verið samþykkt rafrænt:
a. Fundargerð 2266

2. Fundargerðir nefnda voru lagðar fram til kynningar en formenn nefnda/starfshópa fylgdu fundargerðum sínum úr hlaði:
a. Siðanefnd KSÍ 6. september 2021.
b. Landsliðsnefnd kvenna 16. september 2021.
c. Fjárhags- og endurskoðunarnefnd KSÍ 14. október 2021.
d. Starfshópur um endurskoðun siðareglna KSÍ 19. október 2021. Stefnt er að því að drög að endurskoðuðum siðareglum verði tilbúin 1. desember.
e. Landsliðsnefnd karla 20. október 2021.
f. Mótanefnd KSÍ 14. október 2021.
g. Dómaranefnd KSÍ 14. október 2021.

Þá var rætt um fund U21 landsliðsnefndar karla sem fram fór fyrr í dag en fundargerðin verður lögð fyrir næsta stjórnarfund.

3. Skipan í nefndir.
Farið var yfir nefndaskipan og var Birgir Jónasson skipaður í laga- og leikreglnanefnd. Ákveðið var að bíða með frekari skipan þar til yfirlit yfir fjölda fulltrúa frá hverju félagi fyrir sig liggi fyrir. Framkvæmdastjóra falið að útbúa yfirlitið og senda á stjórn.

4. Staða verkefna
a. Formaður KSÍ Vanda Sigurgeirsdóttir greindi frá fundi sínum og framkvæmdastjóra með utanríkisráðuneytinu vegna málefna Super League.
b. Formaður greindi stjórn frá Norðurlandafundi formanna og framkvæmdastjóra sem fram fór í Kaupmannahöfn í síðustu viku. Á fundinum var meðal annars rætt um tillögur FIFA um HM á tveggja ára fresti og HM í Katar. Norðurlöndin eru samstíga í því áliti sínu að tillögur FIFA um HM séu knattspyrnunni í Evrópu ekki til heilla.
c. Formaður greindi stjórn frá fundi sem hún og framkvæmdastjóri sóttu á vegum UEFA. Um var að ræða svokallaðan TEP fund UEFA sem að þessu sinni var rafrænn. Fundurinn fjallaði um tillögu FIFA um HM á tveggja ára fresti. Mikil andstaða er í Evrópu við tillögur FIFA.
d. Formaður greindi frá fundi sem hún átti með fulltrúum Leikmannasamtakanna. Stjórn óskar eftir formlegum gögnum frá samtökunum.
e. Formaður greindi stjórn frá því að skýrsla starfshóps KSÍ sem Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir leiddi sé tilbúin. Skýrslan verður afhent næstkomandi mánudag með formlegun hætti.
f. Erindi fært í trúnaðarbók.
g. Formaður kynnti fyrirhugaða fundi með aðildarfélögum og með stjórn ÍTF.
h. Formaður kynnti samskiptaáætlun sem er í vinnslu og tengist einnig inngripsáætlun og forvarnar- og fræðsluáætlun. Málið verður rætt frekar á næsta stjórnarfundi.

5. Mótamál
a. Valgeir Sigurðsson formaður mótanefndar fór yfir mótamálin. Skoða þarf reglugerðarbreytingar varðandi útivallarmark í úrslitakeppni 4. deildar karla. Málinu vísað til Laga- og leikreglnanefndar. Einnig þarf að skoða mótafyrirkomulag 3. flokks og fyrirkomulag Lengjubikarsins. Farið verður betur yfir þessi mál á næsta stjórnarfundi.
b. Stjórn samþykkti tillögu samninga og félagskiptanefndar um félagaskiptaglugga 2022:
- Fim. 17. febrúar 2022 til miðnættis mið. 11. maí 2022 (12 vikur)
- Mið. 29. júní til miðnættis þri. 26. júlí (4 vikur)
c. Stjórn samþykkti skráningargjöld fyrir tímabilið 2022 (óbreytt frá síðasta tímabili):


Þátttökugjöld í Íslandsmót og bikarkeppni:
Meistaraflokkur karla 100.000.-
Meistaraflokkur kvenna 100.000.-
Mjólkurbikarinn karla 25.000.-
Mjólkurbikarinn kvenna 25.000.-

Nýskráningargjald
Sérstakt gjald, til viðbótar við ofangreint þátttökugjald, er innheimt af þeim félögum sem hefja keppni í fyrsta skipti í meistaraflokki (eða eftir 5 ára fjarveru) og eru ekki með starfsemi yngri flokka á sínum vegum. Gjald þetta er kr. 200.000.- fyrir Íslandsmót og kr. 25.000.- fyrir Mjólkurbikarinn.

d. Stjórn sammála um að gefa sér betri tíma á komandi fundum til að fara yfir dómaramál.

6. Starfsreglur stjórnar
a. Rætt um stjórnarsetu og trúnaðarstörf fyrir aðildarfélög.
b. Fulltrúi ÍTF minnti á mikilvægi þess að viðhafa agað verklag við boðun stjórnarfunda og að gögn bærust stjórnarmönnum með nægum fyrirvara. Einnig kom hann inn á verklag við ritun og frágang fundargerða stjórnar og hvort tilefni væri til endurskoðunar á því.

7. Önnur mál
a. Orri Hlöðversson fulltrúi ÍTF spurði um fjárhagsáætlun ársins 2022. Framkvæmdastjóri og formaður fjárhags- og eftirlitsnefndar upplýstu stjórn um að vinna við fjárhagsáætlun allra deilda fyrir 2022 væri hafin.
b. Orri Hlöðversson fulltrúi ÍTF upplýsti stjórn um helstu fréttir af starfsemi ÍTF:
- Starfsdagur stjórnar ÍTF í byrjun október þar sem m.a. var fjallað um verkaskiptingu samstarfs við KSÍ í framtíðinni.
- Undirritun erlends sjónvarpsréttarsamnings fyrir efstu deild karla.
- Stefnt á undirritun sjónvarpsréttarsamnings hér innanlands á næstunni.
- Samningagerð um gagnarétt til erlendra aðila langt komin.
- Markaðsvinna og önnur greining á sölu á nafnarétti fyrir efstu deildir karla og kvenna fyrir árið 2022 í fullum gangi.
- Greint frá þátttöku ÍTF í ársþingi European Leagues sem eru evrópsk hagsmunasamtök deilda og ÍTF fékk nýlega aðild að.

Vanda Sigurgeirsdóttir formaður vék af fundi og tóku varaformenn við fundarstjórn.

c. Varaformönnum KSÍ, Borghildi Sigurðardóttur og Valgeiri Sigurðssyni var falið að vera í sambandi við kjaranefnd vegna samnings við Vöndu Sigurgeirsdóttur formann KSÍ.


Næsti fundur verður miðvikudaginn 3. nóvember 2021.

Fleira var ekki bókað og var fundi slitið kl. 18:00