• fös. 10. des. 2021

2270. fundur stjórnar KSÍ - 2. desember 2021

2270. fundur stjórnar Knattspyrnusambands Íslands var haldinn fimmtudaginn 2. desember 2021 og hófst kl. 16:00. Fundurinn fór fram í Laugardalnum og á Teams.

Mættir stjórnarmenn:
Vanda Sigurgeirsdóttir formaður, Ásgrímur Helgi Einarsson, Helga Helgadóttir, Ingi Sigurðsson, Orri V. Hlöðversson, Sigfús Ásgeir Kárason og Unnar Stefán Sigurðsson.

Mætt á Teams: Borghildur Sigurðardóttir varaformaður, Valgeir Sigurðsson varaformaður (yfirgaf fundinn kl. 17:00), Guðlaug Helga Sigurðardóttir og Magnús Ásgrímsson (fulltrúi landshluta, Austurland, yfirgaf fundinn kl. 16:45).

Mættir varamenn í stjórn: Kolbeinn Kristinsson, Margrét Ákadóttir og Þóroddur Hjaltalín.

Mættir fulltrúar landshluta: Ólafur Hlynur Steingrímsson (VL), Ómar Bragi Stefánsson (NL), Trausti Hjaltason (SL).

Fjarverandi:

Mættur framkvæmdastjóri: Klara Bjartmarz sem ritaði fundargerð.

Fundargögn:

Dagskrá stjórnarfundar 2270

Samningur KSÍ og ÍTF 2016-2021

Skýrsla starfshóps I

Tillögur um viðbrögð við skýrslu starfshóps I

Drög að viðbragðsáætlun KSÍ (til bráðabirgða)

Erindi

1. Fundargerð síðasta fundar var lögð fram og undirrituð:

        a. Fundargerð 2269.

2. Fundargerðir nefnda voru lagðar fram til kynningar og fluttar fréttir af vettvangi ÍTF:

        a. Landsliðsnefnd karla 5. nóvember & 2. desember 2021.

        b. Orri Hlöðversson formaður ÍTF fór yfir fréttir frá ÍTF.

3. Staða verkefna

        a. Vanda Sigurgeirsdóttir formaður opnaði umræðu um landsliðsmál.

            -Stjórn ræddi málefni A landsliðs karla.

            -Stjórn ræddi um skipulag knattspyrnusviðs.

        b. Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ gaf stjórn skýrslu um fundi með aðildarfélögum.

        c. Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ gaf stjórn skýrslu um fundi með bakhjörlum.

        d. Stjórn samþykkti að veita Vöndu Sigurgeirsdóttur formanni KSÍ umboð stjórnar til að skipa rýnihóp til að             fara yfir samning KSÍ og ÍTF.


4. Umræða um viðbrögð við skýrslu starfshóps I.

        a. Lagðar voru fram tillögur um úrvinnslu tillagna starfshópsins. Hluti þeirra er þegar komin til framkvæmda.


5. Viðbragðsáætlun KSÍ til bráðabirgða.

        a. Rætt var um reglur til bráðabirgða þar til að reglur ÍSÍ taka gildi, í mars 2022, samkvæmt samþykkt             Íþróttaþings. Málið þarf frekari skoðunar við.

6. Mótamál

        a. Rætt um skýrslur starfshópa en frekari umræðu frestað til 14. desember, en þá verður lokið             kynningarfundum starfshópa fyrir aðildarfélögum.

        b. Þóroddur Hjaltalín formaður dómaranefndar gaf stjórn skýrslu um undirbúning dómara fyrir komandi              tímabil.


7. Önnur mál

        a. Tekið var fyrir innsent erindi og var formanni KSÍ, Vöndu Sigurgeirsdóttur, falið að svara erindinu.

        b. Rætt um þýðingu á siðareglum FIFA í tengslum við endurskoðun á siðareglum KSÍ. Ákvörðun um málið                frestað.

        c. Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ greindi frá því að ekki sé hægt að ganga frá greiðslu á barna og             unglingastyrk þar sem ekki hafa borist nauðsynlegar upplýsingar frá UEFA.

        d. Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri greindi frá fyrirhuguðum fundi kjörnefndar 3. desember og fundi með             UEFA og FIFA þann 7. desember næstkomandi varðandi fyrirkomulag kosninga á ársþingi KSÍ 2022.

        e. Rætt um störf landsliðsþjálfara og mögulega hagsmunaárekstra vegna þjálfunar félagsliða.

Næsti fundur verður 14. desember 2021.

Fleira var ekki bókað og var fundi slitið kl. 19:45.