• sun. 13. feb. 2022
  • Ársþing

Framlengdur framboðsfrestur: varastjórn KSÍ og varafulltrúar landsfjórðunga

Frestur til að skila inn framboðum fyrir 76. ársþing KSÍ, til embættis formanns KSÍ, í stjórn og varastjórn og embætti fulltrúa landsfjórðunga, rann út á miðnætti í gærkvöldi, 12. febrúar.

Kjörnefnd kom saman í dag, 13. febrúar, og fór yfir framkomin framboð. Í ljósi þess að ekki barst nægjanlegur fjöldi framboða í varastjórn KSÍ og í embætti varafulltrúa landsfjórðunga hefur kjörnefnd ákveðið, með vísan til greinar 15.4 í lögum KSÍ, að framlengja framboðsfrest til varastjórnar og embætti varafulltrúa landsfjórðunga til kl. 14:00 á morgun, mánudaginn 14. febrúar.

Framboð til varastjórnar og embætti varafulltrúa landsfjórðunga skulu send á þar til gerðu eyðublaði með tölvupósti til Kolbrúnar Arnardóttur, lögfræðings á skrifstofu KSÍ (kolbrun@ksi.is), fyrir kl. 14:00 á morgun, mánudaginn 14. febrúar. Með tilkynningu um framboð er óskað eftir stuttri ferilskrá til birtingar á heimasíðu KSÍ.

Alls bárust tvö framboð til embættis formanns, tólf framboð í stjórn og tvö framboð í varastjórn. Þá bárust fjögur framboð í embætti fulltrúa landsfjórðunga (eitt fyrir hvern landsfjórðung) og eitt í embætti varafulltrúa (Suðurland). 

Tenglar á framboðsyfirlýsingar: 

Yfirlýsing um framboð til stjórnar

Yfirlýsing um framboð til fulltrúa landsfjórðunga