• fös. 09. sep. 2022
  • Landslið
  • A karla

A landslið karla mætir Venesúela í vináttuleik

A landslið karla mætir Albaníu í Tirana í lokaumferð Þjóðadeildar UEFA 27. september næstkomandi. KSÍ getur nú staðfest að áður muni íslenska liðið leika vináttulandsleik við Venesúela, en liðin mætast á Motion Invest Arena í Wiener Neustadt í nágrenni Vínarborgar í Austurríki þann 22. september.

Venesúela er sem stendur í 56. sæti styrkleikalista FIFA og hefur aldrei komist í lokakeppni HM. Þjálfari liðsins er Argentínumaðurinn Jose Pekerman og Tomas Rincon leikmaður Sampdoria á Ítalíu er fyrirliði þess. Rincon er jafnframt næst leikjahæsti leikmaður Venesúela frá upphafi og Salomon Rondon, sem leikur með enska liðinu Everton, er markahæsti leikmaður liðsins frá upphafi.

Leikmannahópur Íslands fyrir leikina tvo verður opinberaður föstudaginn 16. september.

Mynd:  Mummi Lú.