• fös. 30. sep. 2022
  • Mótamál

Lokaumferð í Bestu-deild kvenna fer fram á laugardag

Mynd - Mummi Lú

Besta-deild kvenna klárast á laugardag þegar síðasta umferðin fer fram. Allir fimm leikirnir hefjast klukkan 14:00.

Valur hefur þegar tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn og því ljóst að skjöldurinn, nýr verðlaunagripur Bestu-deildar kvenna, fer á loft á Origo-vellinum á morgun.

Úrslit á botni deildarinnar eru einnig ráðin. KR og Afturelding eru fallin og spila því í Lengjudeildinni að ári.

Baráttan um 2. sætið, sem gefur Evrópusæti, er á milli Breiðabliks og Stjörnunnar, Stjarnan er sem stendur í 2. sæti, með einu stigi meira en Breiðablik.

Leikir lokaumferðar í Bestu-deild kvenna.

Stjarnan - Keflavík

ÍBV - Afturelding

Valur - Selfoss

KR - Þór/KA

Breiðablik - Þróttur R.

Besta-deild kvenna.