• mið. 19. okt. 2022

2284. fundur stjórnar KSÍ - 6. október 2022

2284. fundur stjórnar Knattspyrnusambands Íslands var haldinn fimmtudaginn 6. október 2022 og hófst kl. 16:00. Fundurinn var haldinn í félagsaðstöðu knattspyrnudeildar Keflavíkur.


Mættir stjórnarmenn: Vanda Sigurgeirsdóttir formaður, Sigfús Ásgeir Kárason varaformaður, Guðlaug Helga Sigurðardóttir, Helga Helgadóttir, Ívar Ingimarsson (á teams), Orri V. Hlöðversson (á teams), Pálmi Haraldsson, Torfi Rafn Halldórsson (á teams) og Unnar Stefán Sigurðsson.
Mættir varamenn í stjórn: Halldór Breiðfjörð Jóhannsson (yfirgaf fundinn kl. 17:30) og Tinna Hrund Hlynsdóttir (á teams).
Mættur framkvæmdastjóri: Klara Bjartmarz sem ritaði fundargerð.
Forföll: Borghildur Sigurðardóttir varaformaður og Kolbeinn Kristinsson varamaður í stjórn.

Fundargögn:
- Fundargerð stjórnarfundar 2283
- Fundargerð og gögn frá starfshópi um útbreiðslumál
- Erindi vegna heiðursveitinga Þróttur Vogum



1. Fundargerð síðasta fundar (2283) hefur þegar verið undirrituð með rafrænum hætti.

2. Fundargerðir nefnda voru lagðar fram til kynningar og fréttir frá ÍTF.
a. Orri V. Hlöðversson greindi stjórn frá því sem er efst á baugi hjá ÍTF.
b. Unnar Stefán Sigurðsson formaður mannvirkjanefndar upplýsti stjórn um umræður á síðasta fundi nefndarinnar.
c. Fundargerð og gögn frá starfshópi um útbreiðslumál 29. september var lögð fram til kynningar.

3. Mótamál
a. Halldór B. Jóhannsson formaður dómaranefndar ræddi um dómaramál sambandsins og árangur þess að ráða tímabundinn starfsmann í dómaramál, en því starfi lauk í lok september. Halldór bar upp þá tillögu að KSÍ innheimti ferðakostnað dómara í samræmi við grein 19.7. í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót:
Af hverjum leik sem fram fer í efstu-, 1.-, 2.-, 3.- og 4. deild karla og efstu-. 1.- og 2. deild kvenna skal heimaliðið greiða ákveðið gjald til að standa undir ferða- og uppihaldskostnaði dómara og aðstoðardómara vegna leikja í viðkomandi deild. KSÍ ákveður upphæð þessa gjalds í ofangreindum deildum og greiðslur til dómara vegna uppihaldskostnaðar og aksturs eigin bifreiða...
Þær tekjur sem þannig væru innheimtar yrðu nýttar í að fjármagna nýtt stöðugildi í dómaramálum og styðja þannig við starfsemi aðildarfélaga. Stjórn samþykkti að vísa tillögu Halldórs til fjárhags- og endurskoðunarnefndar.
b. Torfi Rafn Halldórsson formaður mótanefndar fór yfir stöðuna í mótamálum.

4. Verkefni milli funda
a. Vanda Sigurgeirsdóttir formaður fór yfir stöðuna varðandi Þjóðarleikvang.
b. Rætt var um viðmiðunarreglur KSÍ og reglur og aðgerðaráætlun embættis Samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsmála.
c. Rætt var um samninga við leikmenn og starfsmenn landsliða og lögð fram drög til skoðunar milli funda.
d. Rætt um fræðslu til leikmanna félagsliða og landsliða og annarra hagaðila. Samningar við fræðsluaðila eru á lokastigi.
e. Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri upplýsti stjórn um ráðningarferli á sviðsstjóra knattspyrnusviðs.

5. Landsliðsmál
a. Rædd voru þau verkefni sem eru framundan hjá landsliðum Íslands. Ívar Ingimarsson formaður landsliðsnefndar A og U21 karla lagði fram þá tillögu að U21 landslið karla fengi heimild fyrir leik í nóvemberglugga sem er ekki í fjárhagsáætlun. Í samræmi við starfsreglur um útlagðan kostnað var málinu vísað til fjárhags- og endurskoðunarnefndar.

6. Önnur mál
a. Rætt um málefni UEFA og FIFA.
b. Stjórn samþykkti skipan starfshópa:
Stjórnskipulag KSÍ:
- Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður, Orri Hlöðversson, Börkur Edvardsson, Guðrún Inga Sívertsen, Borghildur Sigurðardóttir og Halldór Jón Garðarsson
Endurskoðun siðareglna KSÍ:
- Ragnhildur Skúladóttir, formaður, Gísli Gíslason, Einar Páll Tamimi, Birgir Tjörvi Pétursson og Sigurbjörg Sigurpálsdóttir.
c. Tillaga um heiðursmerki í tilefni afmælis Þróttar V., en félagið verður 90 ára 23. október 2022, var samþykkt.
d. Stjórn KSÍ skoðaði aðstöðu Knattspyrnudeildar Keflavíkur og fundaði með stjórn félagsins þann 6. október 2022.
Í framhaldi af fundi þessara aðila samþykkti stjórn KSÍ á fundi sínum 6. október 2022 að framkvæma úttekt á fjárstuðningi sveitarfélaga til félaga í viðkomandi bæjarfélögum. Úttekt þessari skal ljúka fyrir ársþing KSÍ í febrúar 2023.
e. Á fundi stjórnar KSÍ sem haldinn var í Keflavík þann 6. október 2022 var tekin fyrir eftirfarandi áskorun frá Knattspyrnudeild Keflavíkur:
Knattspyrnudeild Keflavíkur er ákaflega stolt af afrekskonu sinni, Sveindísi Jane Jónsdóttur sem alin er upp í félaginu. Sveindís er sönn fyrirmynd og glæsilegur fulltrúi félagsins. Knattspyrnudeild Keflavíkur skorar á stjórn KSÍ að beita sér fyrir því að tekið verði upp félagaskiptabótakerfi fyrir knattspyrnukonur á vettvangi FIFA.
f. Tillaga um næstu stjórnarfundi:
– 1. nóvember
– 8. desember (jólafundur með fulltrúum landshluta – haldinn á Selfoss)


Fleira var ekki bókað og var fundi slitið kl. 18:15