• þri. 29. nóv. 2022
  • Fræðsla
  • Mótamál
  • Lög og reglugerðir

Formanna- og framkvæmdastjórafundur fór fram á laugardag

Árlegur formanna- og framkvæmdastjórafundur KSÍ var haldinn í húsakynnum sambandsins í Laugardal, laugardaginn 26. nóvember.

Á fundinum voru rædd ýmiss málefni tengd knattspyrnunni. Ólafur Kristjánsson hélt erindi um framþróun knattspyrnu með hliðsjón af leyfiskerfi í Danmörku og Lúðvík Gunnarsson talaði um virði félaganna með dæmi frá Svíþjóð.

Ívar Ingimarsson fjallaði um varalið og Helga Helgadóttir kynnti vinnu starfshóps um varalið.

Sviðsstjóri innanlandssviðs KSÍ, Birkir Sveinsson, fjallaði um mótamál. Sagði hann meðal annars frá reynslu af lotuskiptingu í 3. flokki karla og kvenna, mótum næsta árs og breytingum á þeim. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, kynnti starfsemi á skrifstofu KSÍ og Haukur Hinriksson kynnti reglugerðabreytingar.

Fundurinn var tekinn upp og verður hann sendur á þau félög sem þess óska. Vinsamlegast hafið samband við media@ksi.is.

Hér má nálgast erindi fundarins:

Ólafur Kristjánsson - Framþróun í knattspyrnu með hliðsjón af leyfiskerfi í Danmörku.

Talent Manual DBU fyrir drengi

Talent Manual DBU fyrir stúlkur

Lúðvík Gunnarsson - Virði félaganna með dæmi frá Svíþjóð (Vinsamlegast hafið samband við Lúðvík fyrir nánari upplýsingar: ludvik@ksi.is)

Ívar Ingimarsson - Varalið

Birkir Sveinsson - Mótamál

Vanda Sigurgeirsdóttir - Starfsemi á skrifstofu KSÍ

Haukur Hinriksson - Reglugerðabreytingar