• mið. 29. mar. 2023
  • Landsliðið
  • U19 karla

U19 karla í lokakeppni EM

Mynd: Hulda Margrét

U19 ára landslið karla tryggði sér í gær, þriðjudag, sæti í lokakeppni EM sem fram fer á Möltu 3.-16. júlí.

Ísland mætti Ungverjalandi í lokaleik sínum í milliriðlum og vann 2-0 sigur. Mörk Íslands skoruðu Orri Óskarsson og Hilmir Rafn Mikaelsson.

Í riðlinum gerðu strákarnir einnig jafntefli við Tyrkland og unnu 1-0 sigur á Englendingum. Ísland endaði í efsta sæti riðilsins með sjö stig.

Er þetta í fyrsta skiptið sem U19 lið karla vinnur sér inn sæti í lokakeppni Evrópumótsins. Árið 1997 var lokakeppni mótsins hins vegar haldin á Íslandi og því fékk Ísland sæti á mótinu án þess að fara í gegnum undankeppni.