• þri. 06. jún. 2023
  • Landslið
  • A karla
  • EM 2024

Hópurinn fyrir júní leikina í undankeppni EM 2024

A landslið karla mætir Slóvakíu og Portúgal í undankeppni EM 2024 dagana 17. og 20. júní. Leikirnir fara fram á Laugardalsvelli og hefjast báðir klukkan 18:45. Viaplay sýnir leikina í beinni útsendingu.

Ísland er með þrjú stig eftir tvo leiki, sigur gegn Liechtenstein og tap gegn Bosníu og Hersegóvínu.

Ísland og Slóvakía hafa mæst fimm sinnum áður þar sem Slóvakía vann þrjá sigra, Ísland einn og einn leikur fór jafntefli. Ísland hefur fimm sinnum mætt Portúgal þar sem Portúgal vann sigur í fjórum leikjum og einn fór jafntefli. 

Leikurinn gegn Slóvakíu verður fyrsti leikur liðsins undir stjórn Åge Hareide sem ráðinn var þjálfari liðsins í apríl.

Fyrri viðureignir við Slóvakíu

Fyrri viðureignir við Portúgal

Leikirnir:

Laugardagur 17. júní kl. 18:45

Ísland - Slóvakía

Laugardalsvelli

Beint á Viaplay

 

Þriðjudagur 20. júní kl. 18:45

Ísland - Portúgal

Laugardalsvelli

Beint á Viaplay

 

Smellið hér til að fara inn á heimasíðu Viaplay þar sem hægt er að kaupa áskrift.

Undankeppni EM 2024

 

Hópurinn:

Elías Rafn Ólafsson – 2000 – 4 leikir – 0 mörk
Rúnar Alex Rúnarsson – 1995 – 22 leikir – 0 mörk
Hákon Rafn Valdimarsson – 2001 – 4 leikir – 0 mörk
Hörður Björgvin Magnússon – 1993 – 46 leikir – 2 mörk
Daníel Leó Grétarsson – 1995 – 13 leikir – 0 mörk
Sverrir Ingi Ingason – 1993 – 40 leikir – 3 mörk
Guðlaugur Victor Pálsson – 1991 – 34 leikir – 1 mark
Alfons Sampsted – 1998 – 15 leikir – 0 mörk
Valgeir Lunddal Friðriksson – 2001 – 5 leikir – 0 mörk
Jóhann Berg Guðmundsson – 1990 – 84 leikir – 8 mörk
Birkir Bjarnason – 1988 – 113 leikir – 15 mörk
Aron Einar Gunnarsson – 1989 – 101 leikur – 5 mörk
Arnór Ingvi Traustason – 1993 – 46 leikir – 5 mörk
Ísak Bergmann Jóhannesson – 2003 – 18 leikir – 3 mörk
Þórir Jóhann Helgason – 2000 – 16 leikir – 2 mörk
Mikael Neville Anderson 1998 – 20 leikir – 2 mörk
Jón Dagur Þorsteinsson – 1998 – 26 leikir – 4 mörk
Hákon Arnar Haraldsson – 2003 – 9 leikir – 1 mark
Kristian Nökkvi Hlynsson – 2004
Albert Guðmundsson – 1997 – 33 leikir – 6 mörk
Willum Þór Willumsson – 1998 – 1 leikur - 0 mörk
Mikael Egill Ellertsson – 2002 – 12 leikir – 1 mark
Arnór Sigurðsson – 1999 – 27 leikir – 2 mörk
Sævar Atli Magnússon – 2000 – 2 leikir – 0 mörk
Alfreð Finnbogason – 1989 – 65 leikir – 15 mörk