• þri. 26. mar. 2024
  • Landslið
  • A karla
  • EM 2024

Grátlegt tap gegn Úkraínu

EM draumurinn varð að engu þegar A landslið karla tapaði 2-1 gegn Úkraínu í dag, þriðjudag.

Ísland náði forystu á 30. mínútu leiksins þegar Albert Guðmundsson skoraði glæsilegt mark. Ísland hélt forystunni fram að hálfleik og leikurinn því galopinn þegar seinni hálfleikur hófst.

Úkraínumenn komu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik. Þeir jöfnuðu metin á 54. mínútu þegar Viktor Tsygankov kom boltanum fram hjá Hákoni Rafni í marki Íslands. Úkraína náði forystu með marki frá Mykhailo Mudryk á 84. mínútu.

Lokamínútur leiksins voru íslenska liðinu erfiðar og lauk leiknum sem fyrr segir með 2-1 sigri Úkraínumanna.

Úkraína verður því á EM í Þýskalandi í sumar.