• sun. 19. nóv. 2023
  • Landslið
  • A karla
  • EM 2024

Lokaleikur í Lissabon

A landslið karla mætti Portúgal í Lissabon í kvöld, sunnudagskvöld. Um var að ræða leik í lokaumferð riðilsins í undankeppni EM 2024. Heimamenn voru mun meira með boltann í leiknum eins og búast mátti við og voru sterkari aðilinn. Íslenska liðið varðist af krafti og festu allan leikinn og fékk einnig tækifæri til að skora.

Portúgal skoraði eitt mark í hvorum hálfleik og vann 2-0 sigur. Portúgalska liðið lauk þar með keppni með 10 sigra, fullt hús stiga. Ísland hafnar í 4. sæti riðilsins. Leið Íslands í lokakeppni EM liggur nú í gegnum umspilið, og mun sú staða skýrast strax að loknum leikjum í öðrum riðlum.

A landslið karla